Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu réði lögum og lofum á leiðtogafundi G7 sem lauk í dag, eftir ströng fundahöld og afgerandi stuðningsyfirlýsingar vesturveldanna við Úkraínu. Selenskí þurfti ítrekað að hafna fullyrðingum Rússa um yfirráð yfir úkraínsku borginni Bakhmút á lokadegi fundarins.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forseti Úkraínu þvertekur fyrir að Rússar hafi náð borginni Bakhmút á sitt vald, þrátt fyrir afgerandi yfirlýsingar þeirra þar um í gær. Vafi var þó í fyrstu um afstöðu forsetans eftir svar hans við spurningu fréttamanns á G7-leiðtogafundinum í morgun. Bandaríkjaforseti kynnti þar stóraukinn stuðning við Úkraínu í formi hergagna. Við förum yfir morguninn á G7 í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

„Versta niður­staða sem hægt er að hugsa sér“

Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til 29 sveitarfélaga og meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 

Innlent

Keyrði á tvo kyrr­stæða bíla og stakk af

Rétt fyrir klukkan 13 í dag ók ökumaður á tvo kyrrstæða bíla við Fríkirkjuveg og stakk svo af vettvangi. Töluvert tjón varð á bílunum tveimur en vegfarendur veittu lögreglu upplýsingar um ökumanninn.

Innlent

Raf­magn komið á

Rafmagnslaust var í Vesturbæ vegna háspennubilunar frá klukkan 16:30 til 18:30 í dag. Bilunin var umfangsmeiri en talið var í fyrstu en rafmagn er aftur komið á.

Innlent

Fylgst hafi verið með bílskúrnum og beðið færis

Íbúi í Norðlingaholti, sem varð fyrir því að hjólum og tölvu var stolið úr bílskúr hans, er viss um að fylgst hafi verið með bílskúrnum í aðdraganda þjófnaðarins. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem hjóli er stolið úr bílskúrnum. 

Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent

Lentu loksins í Kefla­vík eftir næstum 40 tíma seinkun

Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt.

Innlent

Hættir sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í ríkisstjórn

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta sem formaður ef flokkur hennar kemst ekki í ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. Hún útilokar ekki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki, en viðurkennir að samstarf með flokknum myndi reynast erfitt.

Innlent

Lokuðu veitingastað án rekstrarleyfis

Lögregluþjónar lokuðu veitingastað á miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Grunur lék á að staðurinn væri án rekstrarleyfis og þegar starfsmenn gátu ekki framvísað slíku var þeim gert að loka staðnum tafarlaus.

Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp

Maður sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í apríl hefur verið úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald. Maðurinn var handtekinn þann 27. apríl og hefur verið í haldi síðan þá en nú var tveimur vikum bætt við.

Innlent

Fundurinn hafði lítil á­hrif á um­ferð

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hafði lítil áhrif á heildarumferð á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin var einungis um tveimur prósentum minni dagana sem leiðtogafundur stóð yfir, saman borið við vikuna þar á undan.

Innlent

„Þessum kafla er lokið hjá mér“

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið.

Innlent

Gullrós kom með fimm lömb annað árið í röð

Ærin Gullrós er líklega með frjósömustu kindum landsins því hún bar fimm lömbum í gær og hún átti líka fimm lömb síðasta vor. Níu ára stelpa, sem á Gullrós hefur gefið einu lambanna nafnið Ósk og svo eru hún að leita af nöfnum á hin fjögur lömbin.

Innlent

Niceair gjald­þrota

Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg.

Innlent

Stór­aukið mynda­véla­eftir­lit í mið­borginni

Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti.

Innlent